Fyrirtækið

Sölusvæðið í Kjarri

Gróðrarstöðin í Kjarri er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar

Gróðrarstöðin byggir á gömlum merg en föðursystir Helgu, Ragna Sigurðardóttir, og maður hennar, Pétur Guðmundsson, bjuggu áður í Kjarri en trjá- og skjólbeltarækt hófu þau á svæðinu árið 1953.

Frá árinu 1981 hafa Helga og Helgi hægt en sígandi byggt upp garðplöntuframleiðslu í Kjarri. Framleidd eru garðtré af ýmsum gerðum, skrautrunnar, skógarplöntur, limgerðis- og skjólbeltaplöntur.

Sérstök áhersla er lögð á ræktun hnausplantna af ýmsum gerðum garðtrjáa s.s. birki, ösp, greni, reyniviðartegundum, elri og fleiru. Hnausplönturnar eru boðnar til sölu í ýmsum stærðum.

Yfirlit yfir úrvalið sem er í framleiðslu má sjá á heimasíðunni.

Flestar tegundirnar eru í sölu þó alltaf geti hent að eitthvað sé ekki til afgreiðslu þá stundina.

Við erum stolt af því að allar plöntur sem boðnar eru til sölu eru framleiddar í gróðrarstöðinni. Veljum íslenska framleiðslu.

Leitast er við að framleiða sterklegar plöntur með öflugt rótarkerfi, plöntur sem eru vel undirbúnar til að takast á við erfiðar aðstæður.

Ræktunin fer fram í plasthúsum, í reitum og á 3 he. útisvæði.

Ræktunarsvæði fyrir potta- og skógarplöntur

Árið 2018 fékk Gróðarstöðin Kjarr umhverfisverlaun Sveitarfélagsins Ölfuss

Helga með fallegan skrautreyni í hnaus