Gróðrarstöðin í Kjarri

Garðtré, skrautrunnar,
skógarplöntur, limgerðis- og skjólbeltaplöntur.

 

Verið velkomin,
sjón er sögu ríkari.

Plöntusalan er opin virka daga frá 8:00 – 18:00
og laugardaga frá 10:00-16:00
Lokað á sunnudögum.

 

Íslensk framleiðsla

Tegundir

Víðitegundir

Skógarplöntur

Sígrænar tegundir

Runnar

Lauftré

Vinsælar tegundir

Birkikvistur

Dvergfura

Gljásýrena ‘Villa Nova’

Japanskvistur ‘Eiríkur Rauði’

Fjallagullregn

Fréttir úr gróðrarstöð

Fréttir

Það er tilvalið að planta í góðviðrinu þessa dagana. Úrval trjáa, skrautrunna, limgerðisplantna og skógarplantna…
Fréttir

Breyttur opnunartími

Við höfum ákveðið að stytta opnunartímann. Lokað verður á sunnudögum en opið virka daga frá…

Staðsetning

Kjarr er staðsett milli Hveragerðis og Selfoss, nær Selfossi.
?Frá Hveragerði er beygt til hægri þar sem merkt er Kotströnd (vegur 370) og svo nánast strax beygt til vinstri þar sem merkt er Þórustaðir. Keyrt er eftir þeim vegi framhjá Kögunarhól þar til komið er að Kjarr skiltinu á hægri hönd.
?Frá Selfossi er beygt til vinstri inn á gamla þjóðveginn, merkt Kotströnd, áður en komið er að nýja, stóra hringtorginu. Keyrt er eftir veginum þar til komið er að Kjarr skiltinu á vinstri hönd.
?Sé komið Biskupstungubrautina er stefnan tekin á Selfoss en beygt strax til hægri þegar komið er út úr hringtorginu.
?Eftir að beygt hefur verið inn veginn hjá Kjarr skiltinu er um mínútu akstur að hægri beygju þar sem merkt er Kjarr gróðrarstöð.
?Verið velkomin ?