Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Mörgum hentar vel að nýta haustið til gróðursetningar og í gróðrarstöðvunum er úrval plantna til sölu. Svo á einnig við um hér í Kjarri.